Já það hefur verið einmuna veðurblíða eins og sést á þeim myndum sem Svenni setti inn. Ég á nú kannski eftir að bæta fleirum inn, mér finnst hann alltaf svolítið spar á myndirnar ;-) En eins og sumir austfirðingar vita (ekki Esk- og Reyðfirðingar þó) var heil vika þar sem hitastigið fór ekki niður fyrir 16 gráður. Freyr var svolitla stund að átta sig á þessu en síðustu dagana var hann farinn að geta sofið á samfellunni í vagninum sínum og haft opin augun úti en þó aðeins ef hann var í skugga. Ég (Hrönn) sem átti að vera læra gat auðvitað ekki hugsað mér það og var svona í laumi að vonast til þess að veðrið versnaði því að lokaskil á heimaprófi nálguðust óðum. Það kom líka að því að það snarkólnaði og núna erum við farin að klæða strákinn upp í flísgallann sinn og allt er orðið eins og hann hefur átt að venjast meiri hluta ævi sinnar.
Freyr breytist mjög hratt þessa dagana. Hann er orðinn flinkur að liggja á maganum og velti sér um daginn yfir á bakið alveg óvart þó. Hann tók svakalegan vaxtarkipp stuttu eftir að hann var mældur og hefur nú lengst um marga cm á örfáum dögum. Hann er alltaf mjög ræðinn. Æfir ýmis hljóð og dundar sér heillengi við að æfa kvarthljóðin vel áður en hann velur besta kvartið til að nota í það og það skiptið. En ósköp er hann nú þægilegur drengurinn, kvartar bara ef hann vill félagsskap og er svangur. Hann sofnaði í heila viku kl. fimm mín í níu en er nú orðinn viltur og á það til að sofna bæði 20 mín í og yfir níu. Fyrsti lúrinn er oftast 6-9 tímar sem er bara lúxus. Eina vandamálið er því að það er bara mamma sem má svæfa hann. Pabbinn er skemmtilegur mest allan daginn, það vantar ekki en eftir klukkan átta á kvöldin verður hann alveg ómögulegur og ekki að ræða það að vera hjá honum. Við reynum að taka á þessu og vonumst svo bara til að þetta vaxi sem fyrst af honum.
Eins og glöggir mynskoðendur sáu eru svalirnar að rísa hjá okkur, verst að sumarið er búið ;-) Ég hugsa að svalirnar verði bara orðnar nothæfar á þriðjudag, en Svenni ætlar að leggja ,,gólfið" í þær um helgina. Eins er verið að steypa veggi til að halda uppi jarðveginum þannig að það er að lifna yfir framkvæmdunum á nýjan leik.
Segi þetta gott af lífinu á Þiljuvöllum 9 en gaman væri að þið sem lesið en hafið aldrei skrifað comment kvittið, ekki vera feimnar elskurnar.
9 ummæli:
Takk fyrir síðast og myndasýninguna :o)
kv Áslaug og hinir ofan af hæðinni.
Alltaf gaman að skoða myndir af ykkur. Freyr tekur sig vel út með sólhattinn :) Mér finnst grillsvalamyndin fyndin. Við erum líka búin að grilla einu sinni, þó ekki í jafngóðu veðri og var hjá ykkur.
Þetta eru frábærar myndir. Æðislegar myndirnar af Frey með ömmu sinni og svo af Svenna að grilla úti á svölum. Frekar hættusöm iðja sýndist mér:) Og svo komum við bara að heimsækja ykkur í sumar, en samt ekki fyrr en þið eruð búin að heimsækja okkur;) Kær kveðja til ykkar litla fjölskylda frá "ekki nýjum kommentara".
Hæ.. ég er löt að kommenta og það er líka mjörg langt síðan að ég hef kíkt hér við. Gaman að lesa blogg þó að við séum farnar að hittas oft á dag þessa dagana.
Jæja ætla að kíkja á myndir
kv AUður
Ég kem 5. júní að leika við Frey, borða grillmat sem mér verður boðið í og að sjálfsögðu að sötra ííískaldan öl á svölunum....
ég hlakka til þó þið gerið það kannski ekki ;)
Hæ hó takk fyrir daginn bara gaman :o)
Eins og ég segi "Þar sem konur koma saman þar er gaman"Sjáumst :o)
Hæ hæ. Ég hef ekki kíkt lengið a þetta blogg, beið alltaf eftir nýjum færslum á bloggið þitt. Vona að þér hafi gengið vel í náminu.
Það hefur sýnt sig að ég er hreint ekki öflugur bloggari og treysti mér því engan veginn til að blogga á tveimur stöðum ;-)
Jú við hlökkum sko til að fá þig Olla, hvað viltu á pylsuna þína;-)
Skrifa ummæli