18. maí 2007

Tvö ein í kotinu

Svenni var að fara suður á landsþing björgunarsveitanna í morgun. Við Freyr erum því tvö ein en komum nú til með að plumma okkur þótt að við söknum hans. Strákurinn okkar breytist þroskast mjög hratt núna, það er allt að gerast bara enda verður hann fjögurra mánaða á þriðjudaginn. Hann er farinn að grípa í alla hluti og stinga upp í sig, þannig að allt í einu þarf maður að passa sig á honum þegar hann situr í fanginu á manni við borðið. Freyr er ekki bara líkur pabba sínum í útliti heldur sýnist mér stefna í að hann verði algjörlega takkaóður eins og Svenni. Hann á dót með dýratökkum sem heyrast dýrahljóð í þegar hann ýtir á þá og var ekki lengi að átta sig á þessu. Hann ýtir og ýtir eins og óður maður. Eins er hann farinn að ráðast á tölvuna þegar hann sér hana og teigir sig fram til að ýta á takkana af mikill áfergju. Freyr dafnar líka mjög vel, hann er orðinn stór og þungur og farinn að síga vel í svo að mamman reynir að komast í sund amk þrisvar í viku til að styrkja bakið. Hann er líka ofsalega glaður og líflegur og bara alveg frábær ;-) já já meiri að segja ég er orðin pínu væmin ég viðurkenni það.
Núna liggur Freyr útí vagni í veðri sem ég voga mér ekki útí sjálf, algjöru vetrarveðri rok og slydda. Honum líður hins vegar mjög vel þarna úti, vona ég. Að vísu var ekki hægt að hafa hlustunartækið úti því það fór stöðugt í gang vegna látanna í veðrinu.
Við Daði erum að fara í útskrift VA á morgun. Okkur var boðið ásamt þeim sem útskrifuðust um leið (þ.á.m. Svenni og Bryndís), af því tilefni að við tilheyrum fyrsta hópnum sem var alfarið útskrifaður frá VA án aðstoðar frá ME. Það eru 10 ár síðan, það er nú ekkert svo mikið er það? Daði ætlar að halda ræðu eins og hann gerði fyrir 10 árum en ekki sömu ræðuna þó. Við reyndum að setja saman einhverja punkta um daginn en mundum reyndar ekkert mjög mikið en vorum sammála um að það hafi bara verið rosalega gaman á þessum árum. Mér fannst skólinn meiri að segja svo fínn að ég ákvað að fara að vinna þar sjálf og líkar það rosalega vel. Hlakka bara til að fara að vinna hálfan daginn í haust.
Jæja elskurnar læt þetta duga, bráðlega koma inn myndir sem eru m.a. teknar á nýju starfrænu EOS 400 myndavélina hans pabba, svaka græja.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að heyra nýjar fréttir af Frey. Mikið sem gerist á stuttum tíma ;) Bið kærlega að heilsa litla takkaóða manninum!

Nafnlaus sagði...

velkomin í heimsókn ef ykkur leiðist um helgina.. en þið þurfið að vera duglegri að setja inn linka á síðuna.. ætlaði að fara inn á bloggið hennar auðar í gegnum ykkar af því ég man ekki slóðina en er engu nær... tí hí. kv. Salný

Nafnlaus sagði...

hæ ó af hæðinni:o) maður bara saknar þess að hafa lítið hitt ykkur :o) bætum úr því fljótlega þið eruð velkomin að kíkja ef ykkur leiðist og líka þó ykkur leiðist ekki :o)
Bestu kveðjur Áslaug og Hafrún Katla
p.s aftur þúsund þakkir fyrir lánið á græjunni :o)bjargaði mér alveg.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir boðið kæru vinir, það var bara ekki hundi út sigandi þegar þetta var skrifað í gær ;-)

Nafnlaus sagði...

...nei bara litla glænýja yndislega barninu;)

Unknown sagði...

Til hamingju með 4 mánaða afmælið, Freyr litli.

Hrönn Grímsdóttir sagði...

Takk frænka. Freyr heldur reyndar uppá afmælið með hita en hann er nú ekki svo hár en samt... :-(

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn elsku Freyr og láttu þér batna. Vonandi sjáum við ykkur um helgina. Kveðja, amma á Vopna.

Nafnlaus sagði...

Æðislegar nýju myndirnar! Hugsa sér að hann sé orðin fjögurra mánaða. Vona að hann hristi af sér hitann fljótt.

Nafnlaus sagði...

Hann er aldeilis orðinn mannalegur strákurinn:o) Kær kveðja frá öllum hér í sveitinni. Steina amma.