18. júní 2007

Vöðlavíkurferð og fleira

Jæja, það er best að standa við stóru orð Hrannar um að ég bloggi bráðlega.

Ýmislegt hefur drifið á daga okkar undanfarið, við höfum verið að slétta og grjóthreinsa garðinn og stefnum við að því að sá í flötina á næstu dögum. Veðrið hefur leikið við okkur og hvern sinn fingur undanfarið og hefur ástandið jafnvel orðið þannig að of heitt hefur verið til að vinna í garðinum - þá er nú gott að svalirnar eru komnar upp því þar er gott að sleikja sólina - og ís ;-)



Í gær var svo haldið upp á fjölskyldudag Gerpis um allt land - við fórum í Vöðlavík/Vaðlavík og grilluðum á Ímastöðum. Freyr prófaði fína bakpokann sinn og var bara nokkuð rogginn þar - þrátt fyrir að vera ekki farinn að sitja sjálfur eins og gerð er krafa um í leiðbeiningunum.



Þrátt fyrir stór orð þá held ég að ég hafi þetta ekkert lengra í bili, en eitthvað af nýjum myndum eru komnar í 4-5 mánaða albúmið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jiii, enn gaman. Sé að Freyr er flottur í NEXT-skyrtunni :) Núna eru bara 11 dagar í brottför, ætli sé NEXT í Köben?

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt til hamingju með bloggið :o) frábært að sjá hann Frey í bakpokanum.
og já það er án efa til Next í Köben og sko pottþétt að fara í H&M þar.

Nafnlaus sagði...

Garðurinn lítur út fyrir að vera á stærð við flugbraut,á þessari mynd a.m.k.Bestu kveðjur, m-amma.