19. júní 2007

Næsta þroskastig

Fannst mikilvægt að láta ykkur vita að nú kann Freyr að velta sér frá bakinu yfir á magann. Þetta gerir hann orðið bara oft til þess að sækja sér dót sem er fyrir ofann hann. Hann velti sér fyrst óvart frá maganum yfir á bakið þann 1. maí og rúllaði nokkrum sinnum yfir næstu daga, síðan þá hefur hann ekki gert það hins vegar og kenni ég um betra jafnvægi. Markmiðinu er sem sagt náð að hann kunni að velta sér fyrir 5 mánaðaaldurinn ;-)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Duglegur strákur. Nú fer hann að geta farið í ferðalög upp á eigin spýtur.

Nafnlaus sagði...

Hmm verst hvað það tekur langan tíma að fá handriði á stigann ;-)

Nafnlaus sagði...

Hann er duglegur strákur hann Freyr það er engin spurning hlakka til að skoða myndirnar sem við tókum í dag :o)