3. september 2007

Reykjavíkurferð

Síðustu viku vorum við fjölskyldan í Reykjavík, Hrönn var í staðbundinni námslotu og karlpeningurinn fylgdi með. Við keyrðum suður i einum áfanga og gekk það ótrúlega vel, sem og heimferðin sem einnig var farin í einum áfanga. Freyr virtist bara sætta sig nokkuð vel við þessa meðferð en var samt ósköp feginn að koma heim aftur. Meira síðar (kannski).

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

:o) nei nei ekkert kannski , nú þurfum við að fara að fá að vita hvaða listir drengurinn kann :o) svo spennandi og skemmtilegt að fylgjast með þroska og dugnaði þessara kríla...Sjáumst

Nafnlaus sagði...

Mér þykir dagsetningin á blogginu ekki trúverðug, þið eruð svolítið á eftir okkur hinum. Annars ganga rafmagnsklukkur hér á margföldum hraða svo við erum kannski bara komin framúr.Hlakka til að sjá nýjar myndir. Kveðja, m-amma.

Nafnlaus sagði...

Það var gaman að hitta ykkur :) Kv.Steinunn Þóra

Nafnlaus sagði...

Jæja, ég veit að foreldrarnir eru mjög upptekið fólk en er ekki kominn tími á nýjar myndir af uppáhaldsfrænda mínum?
Kveðjur úr borginni,
Eygló uppáhaldsfrænka

Nafnlaus sagði...

Hæ Hæ
þetta er nú engin meðferð á drengnum að æða alla leið suður án þess að stoppa í kaffisopa í Breiðdalnum... þið munið það bara næst ! Kveðja Þóra Jó

Hrönn Grímsdóttir sagði...

Æ fyrirgefðu Þóra mín, við stoppuðum á Fáskrúðsfirði til að gefa og brunuðum svo til Hafnar ;-) keyrum kannski aftur í byrjun nóvember og stoppum þá vonandi hjá ykkur. Jú jú ég veit að við þurfum að fara að setja inn myndir... það bara hlýtur að fara að gerast.