22. september 2007

Hvatvísi

Ég (Hrönn) fór á ráðstefnu/námskeið um ADHD (athyglisbrest með ofvirkni) á fimmtudag og föstudag. Það var mjög skemmtilegt og gagnlegt fannst mér. Ofsalega liggur rígurinn milli Fjarðabyggðar/Neskaupstaðar og Egilsstaðar djúpt í okkur. Einhver konuálka fór skyndilega að tala um hvað það væri nú lítið aðhald og að börnin valsa bara um á heimavistinni í Neskaupstað og það væri nú ekki gott fyrir blessuðu ofvirku krakkana. Ég sat nú á mér að mestu en lét hana bara að vita að það væri nú umsjónarmanneskja þarna hjá okkur eins og á Egilsstöðum en gamall Norðfirðingur búsettur á Eskifirði gat ekki setið á sér og baunaði á hana á móti að ekki væri vistin á Egilsstöðum mikið öðruvísi. Stemmningin í kaffihléinu var svolítið undarleg, allir að tala um þetta og konuálkan stóð þarna rauð í framan. Mér finnst ótrúlegt hvað fullorðið fólk á erfitt með að sjá hvað er viðeigandi að tala um hvar, fleiri voru t.d. að koma með einhver persónuleg dæmi um son sinn sem fékk ekki nægilega aðstoð bla bla. Afhverju getur fólk ekki verið faglegra og talað meira almennt. Hér er ég reyndar með gagnrýni á blogginu mínu en það er í fyrsta skipti og í trausti þessi að þetta fólk sem ég tala um kíkir aldrei hér inn.
Ég er farin að hafa talsverðar áhyggjur af því að ég komist ekkert áfram í vinnunni minni, vegna lítils starfshlutfalls, námslota, starfsþjálfunar hjá Þekkingarnetinu og námskeiða. Úff er eitthvað að myndast við að kalla nýnemana til mín, en verð örugglega að því fram á vor, hef því engan tíma fyrir þá nemendur sem verulega þurfa á aðstoð að halda.
Freyr er hress að vanda, er í vagninum sínum búinn að vera í um 3 klst, hlýtur bara að fara að vakna. Við eigum í smá basli með hann á nóttunni, hann vaknar fulloft (sem getur reyndar verið einkenni ofvirkni en í trausti þess erfðaþáttur skýrir ofvirkni í 80% tilfella, leyfi ég mér að halda að þetta sé eitthvað annað) Síðustu nótt drakk hann reyndar bara einu sinni, en vaknaði oftar og við færðum hann nokkrum sinnum úr sínu herbergi og inn til okkar. Hann er farinn að verða svolítið ómögulegur að sofa hjá, er oftast kominn þverrt og farinn að sparka í andlitið á okkur.
Annars á hann til ótrúlegustu hljóð og svipbrigði, hann smellir, smjattar, fretar og skrækir. Honum finnst mjög gaman að klappa og kann að klappa þannig að það heyrist vel í. Við horfðum saman á spurningarþáttinn útsvar í gær sem Frey fannst hinn skemmtilegasti og klappaði oftar en ekki þegar við átti.

Jæja ætli ég fari ekki bara að ná í guttann.
Baráttukveðjur
Hrönn

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hugsa að ég falli oft í þessa persónulegu/almennt gildru sjálf. Maður er nú einu sinni nafli alheimsins. En mikið var ég nú að verða þreytt á færeysku konunni á fyrstu öninni sem talaði ekki um annað en það hvað færeyingar og hún væru mikið "marginaliseret" og miklir fordómar í þeirra garð í hvert skipti sem færi gafst. Ég reyndar sá aldrei þá tengingu þegar var verið að ræða um einmitt veikustu hópana hérna í DK. Ég lofa að Færeyingar eru þar ekki á meðal.

Mér finnst Freyr búin að þroskast ótrúlega mikið á þessum stutta tíma síðan við sáum ykkur síðast. Hann er að verða e-ð svo krakkalegur í framan. Hann er svo sætur strákur!

Unknown sagði...

:o) hæ hó takk fyrir síðast ...en úff já sama hvar maður er ( liggur við) endalaus rígur og togstreyta milli Fjarðabyggðar og Héraðs hálfgerður sandkassaleikur verð ég að segja.
Makalaust.
Verðum að fara að hittast með krílin sem eru bara hreint engin kríli lengur.

Unknown sagði...

smá meira...ég hefði nú átt að sitja þessa ráðstefnu/námskeið til að skilja betur vini sem eru víst með þessa greiningu og já börn vinafólks....eitthvað sem maður þekkir ekki kannski sem betur fer kannski því miður....

Nafnlaus sagði...

hæ og takk fyrir síðast! Gaman að sjá nýjar myndir! Ég sé að hann Freyr er að spæna fram úr Oddi Inga í þyngdinni ;) Við höfum nú líka orðið vitni af því hvað drengurinn er vitlaus í mat ;)

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

hva, bara búið að eyða kommentinu mínu !! Þetta var nú bara djókur.....Sjáumst um helgina Kveðja Þóra Jóh

Nafnlaus sagði...

Ha ha hjúkket segi nú ekki annað. Hélt reyndar að þetta hlyti að vera djók en þorði ekki að taka sénsinn að svara þér. Já sjáumst, tilbúin með ræðu?

Nafnlaus sagði...

Hann er svo sætur þessi strákur ykkar!! Mér finnst hann með svo óskaplega falleg augu... það skín svo mikil gleði frá honum. Algjör snúlla!

Nafnlaus sagði...

Takk Úrsúla, ég er alveg sammála þér ;-)

Nafnlaus sagði...

Jiii, enn gaman að sjá nýjar myndir svona óvænt :) Ótrúlega sætur haustálfur og sætar fjölskyldumyndir.

Nafnlaus sagði...

Jeminn eini hann Freyr er svoooo sætur! Yndislegur haustálfur. Ég efast um að 66 norður eigi svona góðar auglýsingamyndir sjálfir. Og ekkert smá flottir haustlitir á Marbakkanum.