24. janúar 2008

Eins árs


Já, þá er drengurinn orðinn eins árs.

Við héldum 2 veislur, á sunnudaginn fyrir börnin og svo á þriðjudaginn, afmælisdaginn sjálfan fyrir ömmur og afa. Þetta heppnaðist bara í alla staði vel, drengurinn fékk fullt af góðum gjöfum og ég held að flestir hafi fengið nægju sína af bakkelsi.

Annars er það helst að frétta af stráknum að nú æfir hann sig stíft að ganga og er bara að verða nokkuð lunkinn við það. Hann er farinn að velja það frekar að labba styttri leiðir en að skríða svo þetta er allt að koma. 2 tennur bættust við rétt tímanlega fyrir afmælið svo nú eru þær orðnar 4, 2 í neðri góm og 2 í efri góm.

Í kvöld ætlar mamman svo að stinga okkur feðga af til að fara í starfsþjálfun til Hafnar í Hornafirði ! Þetta er hluti af náms- og starfsráðgjafanáminu en mér finnst þetta alveg ótrúlegt að hægt sé að bjóða mönnum upp á þetta, ég sé fyrir mér að Reykvíkingar myndu láta bjóða sér að fara til Akureyrar í starfsþjálfun! En það virðist vera frekar fátæklegt úrval hér fyrir austan af fyrirtækjum og/eða stofnunum sem geta tekið að sér nema í þessu fagi. En við fáum nú vonandi húsmóðurina aftur heim annað kvöld.

Í síðustu viku var dagmömmuvesen á okkur, dóttir dagmömmunnar veiktist og var "sjoppunni" lokað á meðan, við náðum þó að greiða úr því með hjálp fjölskyldu og vina. Þessa vikuna er Freyr svo búinn að vera til 4 á daginn hjá dagmömmu og virðist það ganga ágætlega.

Setti inn myndir um daginn frá "stúdíó"myndatöku af Frey í desember, það raðast aðeins aftar en nýjustu myndirnar í röðina en eru margar hverjar alveg þess virði að skoða þær.

2 ummæli:

Olla sagði...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ freysi litli frændi minn :)

Unknown sagði...

Já takk fyrir okkur rosa gaman í veislunni og við öll vel södd og sæl.
Ótrúlega fljótt að líða þetta síðasta ár.
Sjáumst fljótlega og vonandi hafið þið það sem best bæði á Höfn og í Nesk