10. janúar 2008

Facebook og Myspace

Hef verið spurður að því af hverju ég sé horfinn af Facebook.
Við því er einfalt svar. Fyrir nokkru bauð mér maður nokkur í "my extended family" að vera vinur sinn á facebook, jú jú mér líkaði svo sem ágætlega við þann mann ... þá !
Svo vatt þetta uppá sig, vinir vina manns vildu vera vinir manns, ættingjar hentu í mann rollum, ég gaf einhverjum mörgæs ... allt svakalega spennandi ... eða þannig. Ég lagði nú ekkert sérstaklega mikið upp úr því að hanna prófílinn minn en smám saman hlóðst inn á hann allskonar svona rusl um fólk potandi hvort í annað og kastandi rollum. Fljótt varð þetta svo yfirþyrmandi að ég fékk magaverk og hjartsláttartruflanir í hvert skipti sem ég slysaðist til að opna þessa hörmung.
Ég ætlaði að tilnefna facebook sem ljótasta og óþarfasta fyrirbæri í netheimum en í kvöld rambaði ég inn á myspace síðu ... úff púff ... fésbókin leit bara út fyrir að vera mjög fallegt og gagnlegt tól í þeim samanburði.

HEFUR FÓLK VIRKILEGA EKKERT ÞARFARA AÐ GERA ???????

Ég vona að vinir mínir og ættingjar sem reynt hafa að henda í mig rollum og öðru lauslegu í trausti þess að það geti talist góð leið til að "vera í sambandi" fyrirgefi mér þetta óþol á tengslasíðum, en ég er búinn að komast að því að þær eru ekki minn tebolli.

Vinsamlegast ekki pota í mig !

Kveðja Fýlupokinn Sv1

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Voða er eitthvað stuttur þráðurinn :o) greinilegt að þið feðgar saknið húsmóðurinnar af heimilinu :o) vonandi lagast þetta fljótt. ...sjáumst ÁL