10. janúar 2008

Næstum farinn að ganga

Freyr æfir sig nú stíft að ganga og er bara orðinn nokkuð góður - dettur ekki oft en fer svo sem ekki langar leiðir - en þó kannski 5-10 skref í einu.

Við feðgar erum einir heima, sendum mömmuna í skóla til Reykjavíkur þar sem hún lærir ábyggilega eitthvað gagnlegt. Okkur kemur ágætlega saman þó svo að Freyr virðist nú sakna mömmu sinnar svolítið. Mamman skilar sér svo vonandi aftur um helgina.

Bíllinn okkar er búinn að vera að stríða okkur, tók upp á því á milli jóla og nýárs að fara að ganga illa. Ég hökti á honum upp í Hérað á þriðjudaginn á verkstæði og þóttust þeir vera búnir að finna það út í dag að vandamálið hefði verið bilað háspennukefli. Ég vona að það hafi verið málið og hann verði betri en nýr eftir þetta.

Setti inn slatta af nýjum myndum í gærkvöldi, njótið vel.

Engin ummæli: