2. janúar 2008

Gleðilegt ár 2008

Jæja þá er komið árið 2008. Skrítið hvernig tíminn líður alltaf hraðar og hraðar, nauðsynlegt að gera eitthvað í þessu! Við höfðum það nú alveg ágætt yfir hátíðarnar að öllu jöfnu en veikindi settu samt strik í reikninginn. Við veiktumst öll viku fyrir jól, fengum ælupest ojbara. Svenni byrjaði nóttina áður en ég átti að mæta í próf, ég fór í prófið daginn eftir ákveðinn í að smitast amk ekki fyrr en eftir að því væri lokið. Það var eins og við manninn mælt um leið og ég kom út úr prófinu kl. fjögur, fór mér að líða einkennilega og svo um kvöldmatarleytið var ég orðin veik. Freyr ældi svo daginn eftir og fékk hita í kjölfarið. Þeir feðgar jöfnuðu sig ekkert almennilega eftir þetta, þót ekki með ælupest sem betur fer. Svenni var tussulegur alla hátíðina og Freyr var með hósta og hor en þó hress. Þeir eru fyrst að losna við þetta núna á nýju ári.
Harpa, Gunnar, Birkir og Kári komu fyrir jól og fóru fyrir áramót. Það var ofsalega gaman að fá þau, ég vildi ekki án þeirra vera um jólin. Freyr varð strax stórhrifin af frændum sínum, skreið til þeirra og dundaði sér við hliðiná þeim, fylgdist með þeim og lék sér við þá. Við vissum bara ekki af drengnum þegar þeir voru saman, en annars er hann ekkert of duglegur að dunda sér svona þegar hann er bara með okkur.
Við vorum dugleg að skjóta upp um áramótin, keyptum dýrar og flottar bombur, þar sem Svenni fékk þær á helmingsafslætti. Freyr var ekki vitund hræddur, kom með okkur á brennu en sofnaði svo þegar við komum heim. Hann rumskaði ekkert í látunum á miðnætti.
Næsta önn á eftir að vera strembin og mikið púsluspil að láta þetta ganga upp. Freyr verður áfram hjá Guðlaugu dagmömmu til kl 14 á daginn en hún er ekki lengur. Ég Hrönn verð í 12 einingum í háskólanum ásamt 100% vinnu og Svenni verður í 100% vinnu, svo er bara að láta þetta ganga upp!!! Skipulag hlýtur að vera lykilorð í þessu tilfelli. Ætli ég verði ekki að skorast undan því að þjálfa blak eins og ég gerði fyrir áramót, læt nægja að æfa sjálf og vera í Fræðsluráði.
Nú styttist óðum í 1 árs afmæli Freys. Það verður forvitnilegt að vita hvort hann verði farinn að ganga. Hann hefur fínt jafnvægi enda búinn að ganga með lengi. Hann er aðeins að æfa sig að sleppa sér og standa sjálfur og svo hefur hann tekið tvö skref. Hann er hins vegar frekar hræddur við þetta og lippast oftast niður ef hann skynjar að við ætlum að sleppa takinu. Annars er allt gott að frétta af stráknum. Hann er farinn að skilja ýmislegt, miklu meira en við höldum.Flest tjáskiptin hans fara þó fram í orðinu ,,dudda". Hann þekki orðin þegar við segjum þau, hugsar sig vel um og endurtekur svo ,,dudda". Ég held að hann heyri þetta orð öðruvísi en við og haldi að hann sé að segja þetta bara alveg rétt.
En jæja ég ætla að láta þetta duga í bili og jú við hljótum að hafa það af að setja inn myndir bráðlega.
bestu kveðjur

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gleðilegt ár bumburnar mínar... stefni á að vera fyrir austan næstu áramót...Ingþór stefnir reyndar á að vera í Tælandi svo það þarf eitthvað að semja um þetta alltsaman :) Sjáumst vonandi 2008 og þakka liðna árið.

Olla frænka

Nafnlaus sagði...

Sömuleiðis Olla mín, já ég vona að þú treystir þínum manni bara í Tælandi meðan þú verður hér. Held að þið ættuð að stefna á það að vera allar systurnar heima um næstu jól svo það verði nú almennilegt fútt í jólaboðinu hjá Reyni.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast verðum endilega að vera duglegri að leyfa þeim Hafrúnu og Frey að hittast og takast á :o) bara eflir þau og styrkir.
sjáumst fljótlega

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár! Gaman að heyra fréttir :) Ótrúlegt að drengurinn sé að verða 1 árs og OI bráðum 2 ára, tíminn líður HRATT! Verðum í bandi þegar þú kemur suður í næstu viku! Kveðja Guðrún J

Nafnlaus sagði...

Vei vei vei vei vei. Gaman að sjá nýjar myndir af ykkur. Hann er orðin svo stór duglegur. Og ekki langt i eins árs afmælið. Kær kveðja til ykkar.
Jóhanna