Afsakið hlé.
Ýmislegt hefur verið gert síðan ég reit síðast á þessa síðu. Við byrjuðum til dæmis að leggja rafmagnsrör og -dósir í steyptu veggina á neðri hæðinni. Einnig byrjuðum við á veggklæðningunni niðri.
Síðan var hafist handa við að leggja gólfhitalagnir (einangrunarmottur og rör) og nú í dag var svo "lagt í" (steypt ofan á) gólfið á efri hæðinni.
6 ummæli:
Við viljum myndir!
Og myndir við fengum! Sýnist þetta ganga prýðilega. Hlakka til að sjá þetta allt með berum augum :)
Þið sitjið greinilega ekki auðum höndum. Þetta er stórglæsilegt hjá ykkur. En Svenni, það er eitt sem ég skil ekki, en það er HVERNIG VEISTU HVAÐ Á AÐ GERA NÆST? Er kannski til einhver leiðbeiningarbók fyrir áhugafólk um nýsmíði húsa?
agalega er þetta að verða huggó! hlakka til að koma og fá bjórsopa á veröndinni seint í sumar!
sammála Steinunni..hvernig veit maður á hverju á að byrja næst?
Hmhmm. en hvenær verður innflutningspartíið?? Kv. salný
Hrönn reddaði mér og gaf mér bókina "Verk að vinna" í jólagjöf, þannig að þar get ég fræðst um þetta. Svo á ég nú líka margs fróðan tengdaföður að sem gefur góð ráð.
Hrönn er víst búin að lofa innflutningspartýi um verslunarmannahelgina, það verður bara að koma í ljós hvort við verðum flutt inn - en partýi lofum við.
Skrifa ummæli