11. júlí 2006

Innréttingavinna hafin

Málararnir kláruðu sinn skammt í gær, fullmáluðu loftin og grunnuðu veggina.
Innréttingarnar frá IKEA komu líka í gær og skrúfaði ég saman fyrsta skápinn í gærkvöldi. Það verður nóg að gera næstu daga, mála eina umferð á alla veggi og setja saman innréttingar. Svo ætla ég rétt að vona að pípararnir fari að standa við loforðin og komi að tengja gólfhitann.
Nú er sem sagt lokaspretturinn að hefjast, ég ætla mér að vera í fríi eftir hádegi og vinna í húsinu á fullu og svo er bara að vona að við getum staðið við loforðin um innflutningspartý um verzlunarmannahelgina.

Ég reyni að koma inn nýjum myndum fljótlega.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er mér boðið í partý ?

Svenni sagði...

Já, gjörðu svo vel - verðið þið á landinu?

Hrabbý sagði...

Rosalega er húsið að verða flott hjá ykkur. Við ætlum að reyna að kíkja aðeins á ykkur eftir 2 vikur :) Svo vorum við loksins að selja svo nú fer undirbúningur á fullt...þú mátt fara að undirbúa þig undir ráðgjafasímtölin!