Það er nú farið að hægjast á framkvæmdum, samt er maður alltaf að. Nýjustu afrekin eru að tengja þvottavélina (takk fyrir allan þvottinn tengdamamma), setja handrið á stigann og byrja á flísalögn á gestabaðinu.
Í dag kom svo SFS (Sérfræðingur Frá Símanum) og tengdi ADSL-sjónvarpið. Ég er ekki alveg að skilja hvaða hag síminn sér í því að senda sérlega sérfræðinga á staðinn (notendum að kostnaðarlausu) til þess eins að setja upp ADSL-sjónvarps myndlykilinn. Ég er búinn að bíða eftir þessum manni í 4 vikur til þess eins að horfa á hann stinga myndlyklinum í samband, slá inn símanúmerið mitt og lykilorð og bíða og horfa á á meðan myndlykillinn uppfærði sig og náði sambandi við netið. Og þetta rukkar þessi sérlegi SFS símann 6000 kr. fyrir. Síminn hefði getið sparað sér þessar 6000 kr. með því einfaldlega að senda mér þessa græju fyrir mánuði síðan og leyft mér að stinga þessu sjálfur í samband. Svo hefði verið hægt að senda þennan SFS ef það hefði mistekist hjá mér. Margt er skrítið í kýrhausnum.
En jæja, best að koma sér heim að horfa á sjónvarpið.
2 ummæli:
Einn sem er búinn að draga það verulega lengi að tengja þvottavélina.
Thessi SFS er allavega i vinnu. Thad er kannski kosturinn vid thetta allt saman. En ad thurfa ad bida i manud... #¤%"&/%
Skrifa ummæli