10. janúar 2008

Húskofarnir í Reykjavík

... og fyrst ég er kominn í gírinn, 3 blogg á einu kvöldi ættu að halda dyggum lesendum í losti næstu mánuði þannig að það liggur ekkert á næsta skammti.

Óskaplega geta menn verið viðkvæmir fyrir þessum húskofum á Laugaveginum, mér virðast þetta bara vera gamlir hjallar sem eru engum til gagns og eru bara fyrir. BDSM bandalagið (Björn, Dagur, Svandís, Margrét) sem ræður víst ríkjum í borginni þessa stundina, ætlaði að fá að flytja þetta í burtu og byggja þetta upp annars staðar það er nú jafnvel enn verra en að láta þetta standa á sínum stað.
Auðvitað verður að finna milliveg á milli þess að rífa allt og vernda allt en ég held að það sem höfuðborgin okkar þarfnast sé nútímalegri miðbær. Loka laugaveginum frá Snorrabraut og niðurúr og gera að göngugötu, rífa hjallana og byggja ný smekkleg hús (ekki of há) sem standast byggingareglugerðir þessarar aldar - eða a.m.k. þeirrar síðustu.

... en ég hef svo sem ekkert vit á þessu.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér líst nú vel á þig Sveinn! Væri ekki ráð að senda Hrönn bara oftar eina í burtu. Þá fáum við aðdáendur kannski oftar svona bloggrokur og myndir.

Ég er auðvitað ekki sammála þér varðandi miðbæinn. Mér finnst að það eigi að endurbyggja þessi hús og hugsanlega bæta við einni hæð. Varðveisla götumyndar finnst mér mun mikilvægari en "nútímalegri" (plebbalegri) miðbær. Ef aðeins ættu að standa hús sem standast gildandi byggingareglugerð væru ekki sérlega mörg eftir. Mér finnst alveg yfirdrifið að það sé búið að eyðileggja Skuggahverfið. Annars fara mín verðlaun um ljótustu götuna til Borgartúns.
Og hana nú!
Jóhanna

Nafnlaus sagði...

Ég neita að trúa því að ég þurfi að fara í burtu til þess að Svenni bloggi! Annars kem ég til með að fara nóg í burtu á þessari önn þannig að þið eigið líklega von á góðu.

Nafnlaus sagði...

:o) spennandi að sjá hvort það komi bara blogg þegar þú er ekki heima líklega leiðist honum bara svona rosa mikið að hann fer að tjá sig af krafti í bloggi þegar þú ert í burtu :o)

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála þessi hús eiga að fara. Gaman að fylgjast með hvað Freyr er orðin stór bráðum ársgamall mikið er þetta fljótt að líða.
kveðja
Kristín og co í Naustabryggju

Nafnlaus sagði...

Alveg yndislegar þessar stúdíó myndir sem höfðu farið framhjá mér. E-ð verið að storka lögmálum hérna:) http://picasaweb.google.com/sveinnh/StDMyndirDes2007/photo#5157863501378577106

Svo hlakka ég til að sjá eins árs myndir:)

Og til hamingju með eins árs afmælið!!!
Jóhanna