Create your own video slideshow at animoto.com.
19. nóvember 2010
Myndir myndir myndir
Hér er hratt brugðist við áskorunum og myndir settar hratt og örugglega inn, nú voru að koma inn myndir frá apríl (viðbót við fyrra albúm) maí, júní, júlí, ágúst, september, október og það sem af er nóvember.
29. janúar 2010
Jólamyndir
Nú er farið að styttast í páska þannig að það er líklega ekki seinna vænna að koma inn jólamyndunum.
![]() |
Jól og áramót 2009/10 |
29. desember 2009
6. nóvember 2009
Í fréttum er þetta helst
Hafliði er ný kominn úr 3 mánaða skoðun, nákvæmlega 14 vikna gamall. Hann er stór strákur eða 6,78 kg, 64 cm og höfuðmál 43. Hann fór líka í bólusetningu og læknisskoðun sem gekk alltsaman vel, nema að hann fann greinilega svolítið fyrir bólusetningunni þegar hann vaknaði eftir lúrinn áðan. Grét stjórnlaust í einhvern tíma en virðist vera orðinn góður núna eftir að hafa fengið stíl. Annars er það að frétta af Hafliða að hann þroskast mjög ört núna í kringum þriggja mánaða aldurinn. Hann er farinn að brosa stöðugt, spjallar mjög mikið og í gær fór hann að teygja sig meðvitað eftir dóti sem hangir fyrir ofan hann og reyna að stinga því í munninn. Hann er líka allt í einu orðinn duglegur á maganum en fram að því var hann ekki að meika það að lyfta hausnum í þeirra stöðu.
Freyr fékk rör í eyrum á miðvikudag. Ég er ekkert sátt við hvernig staðið var að svæfingunni og vöknuninni en minn var sko ekki sáttur og þurftum við að halda honum hágrátandi og þröngva svæfingargrímunni á hann, ekkert notalegt. Hann vaknaði líka hágrátandi og var ég ekki hjá honum fyrstu mínúturnar, en það þurfti að sækja mig uppá aðra hæð. En eftir að koma heim varð hann alveg eldhress og fann ekkert meira fyrir þessu. Ég held svei mér þá að hann sé orðinn skapbetri eftir að hafa fegnið rörin.
En nú þarf ég að skreppa og sækja stóra strákinn minn. Verð kannski pínu dugleg að skrifa fréttir, hver veit.
Hrönn
Freyr fékk rör í eyrum á miðvikudag. Ég er ekkert sátt við hvernig staðið var að svæfingunni og vöknuninni en minn var sko ekki sáttur og þurftum við að halda honum hágrátandi og þröngva svæfingargrímunni á hann, ekkert notalegt. Hann vaknaði líka hágrátandi og var ég ekki hjá honum fyrstu mínúturnar, en það þurfti að sækja mig uppá aðra hæð. En eftir að koma heim varð hann alveg eldhress og fann ekkert meira fyrir þessu. Ég held svei mér þá að hann sé orðinn skapbetri eftir að hafa fegnið rörin.
En nú þarf ég að skreppa og sækja stóra strákinn minn. Verð kannski pínu dugleg að skrifa fréttir, hver veit.
Hrönn
2. október 2009
9 vikna Mæling
Hafliði var vigtaður og mældur í morgun, 9 vikna gamall
5,99kg 61 cm að lengd og höfuðmál 41.5
Hann er nánast nákvæmlega jafn stór og þungur og Freyr var jafngamall eins og sjá má hér.
Og já, það gleymdist víst að tilkynna það hér að það komu inn nýjar myndir um daginn
28. ágúst 2009
7. ágúst 2009
4. ágúst 2009
Nafn á nýja strákinn
Nýjast fjölskyldumeðlimurinn hefur hlotið nafn. Nú heitir hann Hafliði Sveinsson Zoëga.
Húrra fyrir því ;-)
Hafliði: sægarpur, farmaður
2. ágúst 2009
4. júní 2009
1. apríl 2009
18. mars 2009
Bloggleysi
Vil taka það fram til að fyrirbyggja allan misskilning að ástæða bloggleysisins hér er ekki að við hjónaleysin séum svo upptekin við að pota í fólk á fésbók heldur almenn leti og framtaksleysi.
22. janúar 2009
Nýjar myndir
Í tilefni 2ja ára afmælis Freys þá hafa verið settar inn myndir frá Desember, jólum og áramótum.
Afmælismyndir væntanlegar eftir helgi.
Góðar stundir.
Afmælismyndir væntanlegar eftir helgi.
Góðar stundir.
19. nóvember 2008
Ísafjarðarferð
Um síðustu helgi fórum við í skotferð til Ísafjarðar, flugum báðar leiðir (með millilendingu í Kreppuvík). Freyr stóð sig vel í flugferðunum, var stilltur og prúður og þótti þetta bara nokkuð spennandi. Það var svo að vonum gaman að hitta frændfólkið fyrir vestan og þurftum við lítil afskipti að hafa af Frey þessa helgina - hann var upptekinn við leika við frændur sína.
Freyr hefur sloppið nokkuð vel frá haustpestunum, en hefur þó verið nokkra daga heima með hita.
Freyr er alltaf að bæta við orðaforðann og setningafræðina, spurði mömmu sína t.d. um daginn "ert'a skipta á mér ?". Fyrir vestan sagði hann áhyggjufullur: "Kári detta niður, og amma líka!" þegar Kári og Sýbilla kútveltust um sleðabrekkuna eftir frækilegt stökk.
Svo er Freyr líka orðinn duglegur að syngja með helstu barnalögum og biður ósjaldan um óskalög.
Freyr hefur sloppið nokkuð vel frá haustpestunum, en hefur þó verið nokkra daga heima með hita.
Freyr er alltaf að bæta við orðaforðann og setningafræðina, spurði mömmu sína t.d. um daginn "ert'a skipta á mér ?". Fyrir vestan sagði hann áhyggjufullur: "Kári detta niður, og amma líka!" þegar Kári og Sýbilla kútveltust um sleðabrekkuna eftir frækilegt stökk.
Svo er Freyr líka orðinn duglegur að syngja með helstu barnalögum og biður ósjaldan um óskalög.
26. september 2008
Vetrarrútína
Jæja gott fólk. Ég þurfti hreinlega að hringja í Svenna og spyrja hvernig maður á að blogga það er svo langt síðan að ég hef gert það! Það er allt fínt að frétta af okkur. Vetrarrútinan komin á Freyr búinn að vera í bráðum mánuð á leikskóla og það gengur bara mjög vel, ekkert vesen á honum. Hins vegar ef hann er spurður útí skólann svarar hann alltaf eins ,,skoli búinn bili". Vetrarrútínan hjá Svenna er svo sem bara eins og sumarrútínan, vinna og Björgunarsveit, nema að hann er að gera tilraun til að synda á morgnana. Það eru meiri öfgar hjá mér, á sumrin geri ég ekki rassgat í allt of langan tíma en á veturna er allt í gangi. Ég vinn þó bara til 14:30 og sæki Frey þá en svo er ég að þjálfa hóp kvenna í blaki tvisvar í viku og æfi sjálf tvisvar í viku með 2. deild. Svo ætla ég að koma mér af stað í ræktina tvisvar í viku. Til þess að bæta fyrir alla þessa kaloríubrennslu er saumaklúbbur annan hvern fimmtudag. Síðan fer ég á fundi hjá Fræðslunefnd á Reyðarfjörð annan hvern miðvikudag. Ég prísa mig sem sagt sæla og meira en það fyrir að vera búinn með námið í bili eins og Freyr myndi orða það! En ég verð að segja að mér finnst vetrarrútínan mun skemmtilegri en sumarrútínan ;-)
Freyr er mjög kátur, hann blaðrar alveg óskaplega mikið og gefur bara í eftir að vera byrjaður í leikskóla. Honum finnst mjög gaman að hlusta á ýmis lög og alltaf þegar hann sest uppí bíl segir hann ,,fallega Steina núna!" og er það þá lagið ,,fann ég á fjalli" sem við þurfum alltaf að vera tilbúin með í græunum. Upp á fjall er í miklu uppáhaldi með látbragði og öll lög þar sem við höfum tækifæri til að segja ,,hei" eru mjög skemmtileg.
Ég skrapp til Akureyrar um síðustu helgi að hitta hana Bryndísi vinkonu en hún kom keyrandi frá Króknum. Þetta var hin skemmtilegasta helgi hjá okkur eins og við var að búast, lágum í heitum potti í marga klukkutíma og fengum m.a. nudd frá stæltum karlmanni og andlistmaska frá kurteysri stelpuskjátu, fórum í leikhús, í bakarí, út að borða og í búðir, þetta síðarnefnda var aðeins og tímafrekt fyrir draumaferðina okkar og ætlum við að minnka það í næstu ferð.
Framundan er vonandi nokkuð róleg helgi, með berjartínslu ýmisskonar, tiltekt, nokkrum verkefnum í húsinu, leik, söng og sjónvarpsgláp.
Hafið það gott sömuleiðis
Freyr er mjög kátur, hann blaðrar alveg óskaplega mikið og gefur bara í eftir að vera byrjaður í leikskóla. Honum finnst mjög gaman að hlusta á ýmis lög og alltaf þegar hann sest uppí bíl segir hann ,,fallega Steina núna!" og er það þá lagið ,,fann ég á fjalli" sem við þurfum alltaf að vera tilbúin með í græunum. Upp á fjall er í miklu uppáhaldi með látbragði og öll lög þar sem við höfum tækifæri til að segja ,,hei" eru mjög skemmtileg.
Ég skrapp til Akureyrar um síðustu helgi að hitta hana Bryndísi vinkonu en hún kom keyrandi frá Króknum. Þetta var hin skemmtilegasta helgi hjá okkur eins og við var að búast, lágum í heitum potti í marga klukkutíma og fengum m.a. nudd frá stæltum karlmanni og andlistmaska frá kurteysri stelpuskjátu, fórum í leikhús, í bakarí, út að borða og í búðir, þetta síðarnefnda var aðeins og tímafrekt fyrir draumaferðina okkar og ætlum við að minnka það í næstu ferð.
Framundan er vonandi nokkuð róleg helgi, með berjartínslu ýmisskonar, tiltekt, nokkrum verkefnum í húsinu, leik, söng og sjónvarpsgláp.
Hafið það gott sömuleiðis
7. ágúst 2008
Loksins eitthvað líf hér
Lesendur hafa eitthvað verið að kvarta yfir blogg- og myndaleysi hér. Ég skal reyna að bæta aðeins fyrir það núna.
Það hefur margt drifið á daga okkar síðan Svenni fór til Ameríku.
Á sjómannadaginn var farið í siglingu.
Við fórum til Frakklands um miðjan júní og vorum fram í júlí. Við fórum með Grími og Sýbillu auk þess sem Harpa, Gunnar og strákarnir voru líka með okkur framan af.
Við vorum fyrst öll saman í viku í Center Parcs garði þar sem mjög vel fór um okkur. Þarna var mjög þægilegt að vera með Frey, nóg að gera og Freyr, Kári og Birkir gátu mikið leikið sér saman - sem sagt rólegt og þægilegt fyrir foreldrana. Við getum alveg tekið að okkur að skipuleggja barnvænar ferðar í svona garða fyrir þá sem vilja ;-).
Næstu viku vorum við á tjaldstæði (í húsi) á Bretagne skaganum, nálægt Vannes. Þar keyrðum við svolítið um í kring auk þess sem kvenpeningnum var sleppt (treglega, gengi Evru frekar óhagstætt) í búðaráp.
Síðustu dagana vorum við svo í París, gistum reyndar í útborg (Poissy) og tókum lest inn í bæ. Við mælum ekkert sérstaklega með því að ferðast með lítil börn í París, t.d. eru barnastólar óþekktir á veitingastöðum og aðgengi fyrir kerrur er víðast hvar erfitt. Við skoðuðum þó það helsta ætlast er til af túristum þessari borg.
Litlu munaði að við næðum ekki fluginu heim. Við lögðum tímanlega af stað frá hótelinu og vorum komin að flugvellinum á mjög skikkanlegum tíma. Eitthvað vöfðust þó merkingarnar á slaufunum og flækjunum á flugvallavegunum fyrir okkur og tókst okkur ekki að komast að réttu terminal-i (sem Frakkar vilja víst kalla Aerogare (vitum það næst)). Við komumst heldur ekki á bílaleigubílastæði eftir að hafa elt löggu sem var svo "góð" að leiðbeina okkur um hvert við ættum að fara - á 100 km hraða á 2 hjólum um allar slaufurnar með ýmsum óræðum bendingum út um afturgluggann (lítið gagn í þeim). Við enduðum með að leggja bílnum í almennt bílastæði á snarvitlausum stað, orðin alltof sein í vitlausu Aerogare. Með heilmiklum hlaupum og ruðningi í öryggisleitarröðinni tókst okkur þó að komast inn í vél rétt áður en dyrunum var lokað og var það mjög þreyttur, sveittur og kaffiþurfandi hópur sem sökk niður í sætin á heimleiðinni, Freyr svaf t.d. allt flugið.
Eftir að heim var komið fórum við í að sá í næsta skammt af garðinum, nú er mest allt gras að verða komið. Svenni fór svo á Sprengisand með björgunarsveitinni í 5 daga og Hrönn fór á Ísafjörð að passa strákana á meðan. Svenni keyrði svo vestur eftir óbyggðadvölina þar sem Sýbilla hélt upp á sextugsafmæli sitt.
Svo tók við Verslunarmannahelgi þar sem óvenju lítið var um gesti, en Guðrún, Friðbjörn og Oddur Ingi litu þó við auk þess sem Steinunn, Stefán og Ólína voru í bænum. Svenni var frekar upptekinn við störf fyrir björgunarsveitina, tívolírekstur og gæslu.
Eins og þið sjáið er eitthvað komið inn af myndum. Öll albúmin er að finna á myndasíðu hlekknum hér til hliðar.
Það hefur margt drifið á daga okkar síðan Svenni fór til Ameríku.
Á sjómannadaginn var farið í siglingu.
![]() |
Sjómannada |
Við fórum til Frakklands um miðjan júní og vorum fram í júlí. Við fórum með Grími og Sýbillu auk þess sem Harpa, Gunnar og strákarnir voru líka með okkur framan af.
Við vorum fyrst öll saman í viku í Center Parcs garði þar sem mjög vel fór um okkur. Þarna var mjög þægilegt að vera með Frey, nóg að gera og Freyr, Kári og Birkir gátu mikið leikið sér saman - sem sagt rólegt og þægilegt fyrir foreldrana. Við getum alveg tekið að okkur að skipuleggja barnvænar ferðar í svona garða fyrir þá sem vilja ;-).
Næstu viku vorum við á tjaldstæði (í húsi) á Bretagne skaganum, nálægt Vannes. Þar keyrðum við svolítið um í kring auk þess sem kvenpeningnum var sleppt (treglega, gengi Evru frekar óhagstætt) í búðaráp.
Síðustu dagana vorum við svo í París, gistum reyndar í útborg (Poissy) og tókum lest inn í bæ. Við mælum ekkert sérstaklega með því að ferðast með lítil börn í París, t.d. eru barnastólar óþekktir á veitingastöðum og aðgengi fyrir kerrur er víðast hvar erfitt. Við skoðuðum þó það helsta ætlast er til af túristum þessari borg.
Litlu munaði að við næðum ekki fluginu heim. Við lögðum tímanlega af stað frá hótelinu og vorum komin að flugvellinum á mjög skikkanlegum tíma. Eitthvað vöfðust þó merkingarnar á slaufunum og flækjunum á flugvallavegunum fyrir okkur og tókst okkur ekki að komast að réttu terminal-i (sem Frakkar vilja víst kalla Aerogare (vitum það næst)). Við komumst heldur ekki á bílaleigubílastæði eftir að hafa elt löggu sem var svo "góð" að leiðbeina okkur um hvert við ættum að fara - á 100 km hraða á 2 hjólum um allar slaufurnar með ýmsum óræðum bendingum út um afturgluggann (lítið gagn í þeim). Við enduðum með að leggja bílnum í almennt bílastæði á snarvitlausum stað, orðin alltof sein í vitlausu Aerogare. Með heilmiklum hlaupum og ruðningi í öryggisleitarröðinni tókst okkur þó að komast inn í vél rétt áður en dyrunum var lokað og var það mjög þreyttur, sveittur og kaffiþurfandi hópur sem sökk niður í sætin á heimleiðinni, Freyr svaf t.d. allt flugið.
![]() |
Frakkland 2008 |
Eftir að heim var komið fórum við í að sá í næsta skammt af garðinum, nú er mest allt gras að verða komið. Svenni fór svo á Sprengisand með björgunarsveitinni í 5 daga og Hrönn fór á Ísafjörð að passa strákana á meðan. Svenni keyrði svo vestur eftir óbyggðadvölina þar sem Sýbilla hélt upp á sextugsafmæli sitt.
![]() |
Afmælisfer |
Svo tók við Verslunarmannahelgi þar sem óvenju lítið var um gesti, en Guðrún, Friðbjörn og Oddur Ingi litu þó við auk þess sem Steinunn, Stefán og Ólína voru í bænum. Svenni var frekar upptekinn við störf fyrir björgunarsveitina, tívolírekstur og gæslu.
Eins og þið sjáið er eitthvað komið inn af myndum. Öll albúmin er að finna á myndasíðu hlekknum hér til hliðar.
18. maí 2008
Húsbóndinn vestur um haf
Húsbóndinn er nú staddur í Washington DC og fer á námskeið eftir helgi á vegum vinnunnar.
Laugardaginn notaði hann vel til að kaupa myndavél og fara í smá myndatökutúr um Washington.
Myndaalbúm er komið á sinn stað
Laugardaginn notaði hann vel til að kaupa myndavél og fara í smá myndatökutúr um Washington.
Myndaalbúm er komið á sinn stað
![]() |
Svenni í Washington DC og nágrenni |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)