Jæja þá er komið árið 2008. Skrítið hvernig tíminn líður alltaf hraðar og hraðar, nauðsynlegt að gera eitthvað í þessu! Við höfðum það nú alveg ágætt yfir hátíðarnar að öllu jöfnu en veikindi settu samt strik í reikninginn. Við veiktumst öll viku fyrir jól, fengum ælupest ojbara. Svenni byrjaði nóttina áður en ég átti að mæta í próf, ég fór í prófið daginn eftir ákveðinn í að smitast amk ekki fyrr en eftir að því væri lokið. Það var eins og við manninn mælt um leið og ég kom út úr prófinu kl. fjögur, fór mér að líða einkennilega og svo um kvöldmatarleytið var ég orðin veik. Freyr ældi svo daginn eftir og fékk hita í kjölfarið. Þeir feðgar jöfnuðu sig ekkert almennilega eftir þetta, þót ekki með ælupest sem betur fer. Svenni var tussulegur alla hátíðina og Freyr var með hósta og hor en þó hress. Þeir eru fyrst að losna við þetta núna á nýju ári.
Harpa, Gunnar, Birkir og Kári komu fyrir jól og fóru fyrir áramót. Það var ofsalega gaman að fá þau, ég vildi ekki án þeirra vera um jólin. Freyr varð strax stórhrifin af frændum sínum, skreið til þeirra og dundaði sér við hliðiná þeim, fylgdist með þeim og lék sér við þá. Við vissum bara ekki af drengnum þegar þeir voru saman, en annars er hann ekkert of duglegur að dunda sér svona þegar hann er bara með okkur.
Við vorum dugleg að skjóta upp um áramótin, keyptum dýrar og flottar bombur, þar sem Svenni fékk þær á helmingsafslætti. Freyr var ekki vitund hræddur, kom með okkur á brennu en sofnaði svo þegar við komum heim. Hann rumskaði ekkert í látunum á miðnætti.
Næsta önn á eftir að vera strembin og mikið púsluspil að láta þetta ganga upp. Freyr verður áfram hjá Guðlaugu dagmömmu til kl 14 á daginn en hún er ekki lengur. Ég Hrönn verð í 12 einingum í háskólanum ásamt 100% vinnu og Svenni verður í 100% vinnu, svo er bara að láta þetta ganga upp!!! Skipulag hlýtur að vera lykilorð í þessu tilfelli. Ætli ég verði ekki að skorast undan því að þjálfa blak eins og ég gerði fyrir áramót, læt nægja að æfa sjálf og vera í Fræðsluráði.
Nú styttist óðum í 1 árs afmæli Freys. Það verður forvitnilegt að vita hvort hann verði farinn að ganga. Hann hefur fínt jafnvægi enda búinn að ganga með lengi. Hann er aðeins að æfa sig að sleppa sér og standa sjálfur og svo hefur hann tekið tvö skref. Hann er hins vegar frekar hræddur við þetta og lippast oftast niður ef hann skynjar að við ætlum að sleppa takinu. Annars er allt gott að frétta af stráknum. Hann er farinn að skilja ýmislegt, miklu meira en við höldum.Flest tjáskiptin hans fara þó fram í orðinu ,,dudda". Hann þekki orðin þegar við segjum þau, hugsar sig vel um og endurtekur svo ,,dudda". Ég held að hann heyri þetta orð öðruvísi en við og haldi að hann sé að segja þetta bara alveg rétt.
En jæja ég ætla að láta þetta duga í bili og jú við hljótum að hafa það af að setja inn myndir bráðlega.
bestu kveðjur
2. janúar 2008
19. nóvember 2007
5. nóvember 2007
Farinn að standa upp og komin tönn
Um helgina lærði Freyr að standa upp og nú hífir hann sig á fætur og gengur meðfram eins og herforingi. Í dag gægðist svo fyrsta tönnin upp úr gómnum.
Í síðustu viku fór Freyr í fyrsta skipti á snjóþotu, enda fór allt á "kaf" í snjó hérna eitt kvöldið, honum þótti það ekki leiðinlegt - takk fyrir lánið á þotunni Auður.
Framkvæmdir í húsinu hafa nú rumskað af dvalanum, búið er að klára að gifsklæða þvottahúsið, sparsla og mála. Hálft gólfið hefur verið flísalagt og þegar búið verður að fúga verður innréttingin sett upp. Við eigum svo von á því að restin af handriðinu á stigann komi í mánuðinum.
Við erum að fara suður núna á miðvikudaginn, námslota hjá Hrönn. Við feðgar hyggjumst eyða okkar tíma í borginni í Europris - ég reikna þó ekki með að móðirin samþykki það.
Nýjar myndir koma fljótlega.
Í síðustu viku fór Freyr í fyrsta skipti á snjóþotu, enda fór allt á "kaf" í snjó hérna eitt kvöldið, honum þótti það ekki leiðinlegt - takk fyrir lánið á þotunni Auður.
Framkvæmdir í húsinu hafa nú rumskað af dvalanum, búið er að klára að gifsklæða þvottahúsið, sparsla og mála. Hálft gólfið hefur verið flísalagt og þegar búið verður að fúga verður innréttingin sett upp. Við eigum svo von á því að restin af handriðinu á stigann komi í mánuðinum.
Við erum að fara suður núna á miðvikudaginn, námslota hjá Hrönn. Við feðgar hyggjumst eyða okkar tíma í borginni í Europris - ég reikna þó ekki með að móðirin samþykki það.
Nýjar myndir koma fljótlega.
15. október 2007
Forbrydelsen og skrið
Jæja ég er í vinnunni og ætla að stelast til að blogga svolítið, auðvitað nóg að gera en ég nenni því bara ekki. Horfði á fyrsta þáttinn af Forbrydelsen í gær sem Jóhanna hefur talað svolítið um. Eftir þáttinn velti ég því svolítið fyrir mér hvað það er sem gerir það að dönsku þættirnir eru svona miklu betri en þeir amerísku og jafnvel bresku. Niðurstaðan eftir þennan þátt var að hann er í fyrsta lagi miklu betur leikinn, persónurnar eru eðlilegar og manneskjulegar. Fókusinn á fórnarlömbinn er meiri þannig að maður fær strax samúð með þeim sem mér finnst nauðsynlegt til að geta lifað mig inní þætti. Söguþráðurinn er hins vegar ekkert endilega frábrugðinn en hann er bara alls ekkert aðalatriðið. Ég legg til að Danir taki Kanana í smá kennslustund.
Freyr er skyndilega kominn á fullt. Jæja ég segi ekki að hann sé hraðskreiður en jú það kemur fyrir að hann er skyndilega horfinn fyrir horn. Hingað til hefur hann farið fetið á rassinum og ekki farið af stað nema að takmarkið sé í mesta lagi í metersfjarlægð. Núna er hann hins vegar orðinn stórhuga og leggur af stað í langferðir frá stofunni og inn í eldhús og rannsakar allt á leiðinni. Það heyrðust því hamarshögg hjá okkur í gærkvöldi, Svenni festi geisladiskahilluna við vegginn ásamt því að binda rammann stóra við vegginn. Hlutir sem okkur þykir vænt um og eru brothættir eru komnir ofarlega en í staðinn höfum við raðað litlu dóti í gluggakistuna. það er sem sagt hafinn nýr kafli í okkar lífi ;-)
Ennþá bólar ekkert á tönnum en gómurinn er allur hrufóttur og hvítur.
Best að fara að vinna
Kveðja Hrönn
Freyr er skyndilega kominn á fullt. Jæja ég segi ekki að hann sé hraðskreiður en jú það kemur fyrir að hann er skyndilega horfinn fyrir horn. Hingað til hefur hann farið fetið á rassinum og ekki farið af stað nema að takmarkið sé í mesta lagi í metersfjarlægð. Núna er hann hins vegar orðinn stórhuga og leggur af stað í langferðir frá stofunni og inn í eldhús og rannsakar allt á leiðinni. Það heyrðust því hamarshögg hjá okkur í gærkvöldi, Svenni festi geisladiskahilluna við vegginn ásamt því að binda rammann stóra við vegginn. Hlutir sem okkur þykir vænt um og eru brothættir eru komnir ofarlega en í staðinn höfum við raðað litlu dóti í gluggakistuna. það er sem sagt hafinn nýr kafli í okkar lífi ;-)
Ennþá bólar ekkert á tönnum en gómurinn er allur hrufóttur og hvítur.
Best að fara að vinna
Kveðja Hrönn
22. september 2007
Hvatvísi
Ég (Hrönn) fór á ráðstefnu/námskeið um ADHD (athyglisbrest með ofvirkni) á fimmtudag og föstudag. Það var mjög skemmtilegt og gagnlegt fannst mér. Ofsalega liggur rígurinn milli Fjarðabyggðar/Neskaupstaðar og Egilsstaðar djúpt í okkur. Einhver konuálka fór skyndilega að tala um hvað það væri nú lítið aðhald og að börnin valsa bara um á heimavistinni í Neskaupstað og það væri nú ekki gott fyrir blessuðu ofvirku krakkana. Ég sat nú á mér að mestu en lét hana bara að vita að það væri nú umsjónarmanneskja þarna hjá okkur eins og á Egilsstöðum en gamall Norðfirðingur búsettur á Eskifirði gat ekki setið á sér og baunaði á hana á móti að ekki væri vistin á Egilsstöðum mikið öðruvísi. Stemmningin í kaffihléinu var svolítið undarleg, allir að tala um þetta og konuálkan stóð þarna rauð í framan. Mér finnst ótrúlegt hvað fullorðið fólk á erfitt með að sjá hvað er viðeigandi að tala um hvar, fleiri voru t.d. að koma með einhver persónuleg dæmi um son sinn sem fékk ekki nægilega aðstoð bla bla. Afhverju getur fólk ekki verið faglegra og talað meira almennt. Hér er ég reyndar með gagnrýni á blogginu mínu en það er í fyrsta skipti og í trausti þessi að þetta fólk sem ég tala um kíkir aldrei hér inn.
Ég er farin að hafa talsverðar áhyggjur af því að ég komist ekkert áfram í vinnunni minni, vegna lítils starfshlutfalls, námslota, starfsþjálfunar hjá Þekkingarnetinu og námskeiða. Úff er eitthvað að myndast við að kalla nýnemana til mín, en verð örugglega að því fram á vor, hef því engan tíma fyrir þá nemendur sem verulega þurfa á aðstoð að halda.
Freyr er hress að vanda, er í vagninum sínum búinn að vera í um 3 klst, hlýtur bara að fara að vakna. Við eigum í smá basli með hann á nóttunni, hann vaknar fulloft (sem getur reyndar verið einkenni ofvirkni en í trausti þess erfðaþáttur skýrir ofvirkni í 80% tilfella, leyfi ég mér að halda að þetta sé eitthvað annað) Síðustu nótt drakk hann reyndar bara einu sinni, en vaknaði oftar og við færðum hann nokkrum sinnum úr sínu herbergi og inn til okkar. Hann er farinn að verða svolítið ómögulegur að sofa hjá, er oftast kominn þverrt og farinn að sparka í andlitið á okkur.
Annars á hann til ótrúlegustu hljóð og svipbrigði, hann smellir, smjattar, fretar og skrækir. Honum finnst mjög gaman að klappa og kann að klappa þannig að það heyrist vel í. Við horfðum saman á spurningarþáttinn útsvar í gær sem Frey fannst hinn skemmtilegasti og klappaði oftar en ekki þegar við átti.
Jæja ætli ég fari ekki bara að ná í guttann.
Baráttukveðjur
Hrönn
Ég er farin að hafa talsverðar áhyggjur af því að ég komist ekkert áfram í vinnunni minni, vegna lítils starfshlutfalls, námslota, starfsþjálfunar hjá Þekkingarnetinu og námskeiða. Úff er eitthvað að myndast við að kalla nýnemana til mín, en verð örugglega að því fram á vor, hef því engan tíma fyrir þá nemendur sem verulega þurfa á aðstoð að halda.
Freyr er hress að vanda, er í vagninum sínum búinn að vera í um 3 klst, hlýtur bara að fara að vakna. Við eigum í smá basli með hann á nóttunni, hann vaknar fulloft (sem getur reyndar verið einkenni ofvirkni en í trausti þess erfðaþáttur skýrir ofvirkni í 80% tilfella, leyfi ég mér að halda að þetta sé eitthvað annað) Síðustu nótt drakk hann reyndar bara einu sinni, en vaknaði oftar og við færðum hann nokkrum sinnum úr sínu herbergi og inn til okkar. Hann er farinn að verða svolítið ómögulegur að sofa hjá, er oftast kominn þverrt og farinn að sparka í andlitið á okkur.
Annars á hann til ótrúlegustu hljóð og svipbrigði, hann smellir, smjattar, fretar og skrækir. Honum finnst mjög gaman að klappa og kann að klappa þannig að það heyrist vel í. Við horfðum saman á spurningarþáttinn útsvar í gær sem Frey fannst hinn skemmtilegasti og klappaði oftar en ekki þegar við átti.
Jæja ætli ég fari ekki bara að ná í guttann.
Baráttukveðjur
Hrönn
21. september 2007
8 mánaða skoðun
Freyr fór í skoðun í morgun, fékk sprautu og var mældur í bak og fyrir
Nú er hann 9,15kg og 71,5 cm.
Nú er hann 9,15kg og 71,5 cm.
18. september 2007
9. september 2007
Hæfileikamaður
Ég skal aðeins láta heyra í mér, ég veit hvað það er leiðinlegt að fylgjast með bloggsíðum þar sem ekkert gerist langtímum saman. Jú jú við erum nokkuð upptekin þannig séð þótt að námið sé nú ekki almennilega farið að trufla mig ennþá. Vona að þessi önn verði ekkert mjög slæm, fer í starfsþjálfun í Þekkingarnetið sem er staðsett á Egilsstöðum fyrir áramót en veit ekki ennþá hvert ég fer eftir áramót. Það er ofsalega gaman að vera byrjuð að vinna og ég held að við höfum öll haft gott af því að skipta svona deginum á milli okkar. Ég er búin að sannreyna það sem ég vissi að hálf námsráðgjafastaða er bara alls ekki nóg við VA. Vona bara að ég geti sannfært Helgu um að gera hana að amk 75% stöðu. En það hefur samt sem áður verið mjög gaman í vinnunni enda er ég heppin að vera í vinnu sem mér finnst afskaplega skemmtileg takk fyrir.
Jæja nóg um mig. Áslaug vildi vita yfir hvaða hæfileikum Freyr býr yfir núorðið. Hmm látum okkur sjá. Freyr er orðinn afskaplega góður að sitja enda samþykkir hann ekki neinar aðrar stellingar nema þá helst að standa sem er náttúrulega toppurinn. Hann mjakar sér hægt áfram á rassinum nokkra sentimetra í einu og þá aðeins ef hann hefur eitthvað að sækja í seilingafjarlægð. Þetta litla mjak verður nú samt til þess að hann færir sig stundum um jafnvel tvo metra á gólfinu. Gallinn er hins vegar sá að við þurfum að elta hann með púða til að setja fyrir aftan hann því að allt í einu verður hann pirraður og ef enginn tekur hann upp strax þá bara kastar maður sér aftur á bak til að tryggja það að einhver komi, og það getur orðið ansi vont að skella á parketinu.
Freyr getur veifað, klappað og sýnt hvað hann er stór en ekkert endilega eftir pöntun. Hann lítur á ljósið ef hann er spurður hvar það er. Hann segir mamma pabba en þá helst þegar hann er að kvarta. Frey finnst skemmtilegt að gera týndur bö, rúlla bolta á milli, opna og loka örbylgjuofninum, dansa í göngugrindinni, kitla og vera kitlaður og það er ýmislega annað sem kætir hann.
Freyr er sem betur fer engin mannafæla og hefur afskaplega gaman af því þegar fólk veitir honum athygli. Við pabbi hans kíktum á einleikinn "Pabbinn" og amma Sýbillia svæfði hann og passaði á meðan og gekk það svona líka vel. Áðan færðum við rúmið hans í sér herbergi og verður spennandi að sjá hvernig það gengur. Hann vaknar nú ennþá einu sinni á nóttu og einu sinni um morgun til að drekka og stundum þarf aðeins að snudda hann þannig að vonandi höldum við út að fara í næsta herbergi til að sækja drenginn.
Það gengur vel að gefa Frey að borða enda mikill nautnaseggur á ferð. Hann borðar ýmislegt grænmeti t.d. kartöflur, sætar kartöflur, blómkál, gulrætur og jafnvel tómata, en ávextirnir eru í uppáhaldi og þá helst banani en hann lætur nú bjóða sér flestar tegundir. Kjöt hefur ekki mikið farið inn fyrir hans varir enda ekkert spenntur fyrir því. Ennþá fær hann brjóstið nokkrum sinnum á dag og er það alltaf jafn gott.
Nú fer að styttast í að mamma gamla verði þrítug, að hugsa sér! Ætlum við að skreppa norður í sumarbústað um næstu helgi af því tímabili og hitta þar, Auði, Daða og fjölsk, Jónu, Sigga og fjölsk, Hörpu, Gunnar og fjölsk og kannski fleiri, ég hlakka mikið til.
Jæja þessi færsla bætur vonandi að einhverju leyti fyrir langa pásu, spurning hvort við komum myndum bara inn í kvöld.
kær kveðja
Hrönn
Jæja nóg um mig. Áslaug vildi vita yfir hvaða hæfileikum Freyr býr yfir núorðið. Hmm látum okkur sjá. Freyr er orðinn afskaplega góður að sitja enda samþykkir hann ekki neinar aðrar stellingar nema þá helst að standa sem er náttúrulega toppurinn. Hann mjakar sér hægt áfram á rassinum nokkra sentimetra í einu og þá aðeins ef hann hefur eitthvað að sækja í seilingafjarlægð. Þetta litla mjak verður nú samt til þess að hann færir sig stundum um jafnvel tvo metra á gólfinu. Gallinn er hins vegar sá að við þurfum að elta hann með púða til að setja fyrir aftan hann því að allt í einu verður hann pirraður og ef enginn tekur hann upp strax þá bara kastar maður sér aftur á bak til að tryggja það að einhver komi, og það getur orðið ansi vont að skella á parketinu.
Freyr getur veifað, klappað og sýnt hvað hann er stór en ekkert endilega eftir pöntun. Hann lítur á ljósið ef hann er spurður hvar það er. Hann segir mamma pabba en þá helst þegar hann er að kvarta. Frey finnst skemmtilegt að gera týndur bö, rúlla bolta á milli, opna og loka örbylgjuofninum, dansa í göngugrindinni, kitla og vera kitlaður og það er ýmislega annað sem kætir hann.
Freyr er sem betur fer engin mannafæla og hefur afskaplega gaman af því þegar fólk veitir honum athygli. Við pabbi hans kíktum á einleikinn "Pabbinn" og amma Sýbillia svæfði hann og passaði á meðan og gekk það svona líka vel. Áðan færðum við rúmið hans í sér herbergi og verður spennandi að sjá hvernig það gengur. Hann vaknar nú ennþá einu sinni á nóttu og einu sinni um morgun til að drekka og stundum þarf aðeins að snudda hann þannig að vonandi höldum við út að fara í næsta herbergi til að sækja drenginn.
Það gengur vel að gefa Frey að borða enda mikill nautnaseggur á ferð. Hann borðar ýmislegt grænmeti t.d. kartöflur, sætar kartöflur, blómkál, gulrætur og jafnvel tómata, en ávextirnir eru í uppáhaldi og þá helst banani en hann lætur nú bjóða sér flestar tegundir. Kjöt hefur ekki mikið farið inn fyrir hans varir enda ekkert spenntur fyrir því. Ennþá fær hann brjóstið nokkrum sinnum á dag og er það alltaf jafn gott.
Nú fer að styttast í að mamma gamla verði þrítug, að hugsa sér! Ætlum við að skreppa norður í sumarbústað um næstu helgi af því tímabili og hitta þar, Auði, Daða og fjölsk, Jónu, Sigga og fjölsk, Hörpu, Gunnar og fjölsk og kannski fleiri, ég hlakka mikið til.
Jæja þessi færsla bætur vonandi að einhverju leyti fyrir langa pásu, spurning hvort við komum myndum bara inn í kvöld.
kær kveðja
Hrönn
3. september 2007
Reykjavíkurferð
Síðustu viku vorum við fjölskyldan í Reykjavík, Hrönn var í staðbundinni námslotu og karlpeningurinn fylgdi með. Við keyrðum suður i einum áfanga og gekk það ótrúlega vel, sem og heimferðin sem einnig var farin í einum áfanga. Freyr virtist bara sætta sig nokkuð vel við þessa meðferð en var samt ósköp feginn að koma heim aftur. Meira síðar (kannski).
4. ágúst 2007
Myndir
Inn eru komnar nýjar myndir. Nú er Verslunarmannahlegin runnin upp og allt fullt af vinum og ættingjum í bænum, alveg geggjað. Held ég bloggi bara síðar.
27. júlí 2007
6 mánaða mæling
Freyr var mældur í morgun, 8,3kg og 69,5cm
Hann fylgir víst sinni "kúrvu" staðfastlega.
Hann fylgir víst sinni "kúrvu" staðfastlega.
16. júlí 2007
Stutt ferðasaga
Við fjölskyldan erum komin heim frá 12 daga ferðalagi í Danmörku. Við stoppuðum í viku í Kaupmannahöfn þar sem Svenni hafði fengið íbúð í gegnum BHM. Eygló var með okkur allan tímann í Köben en Óli kærastinn hennar stoppaði í tvo daga og Steina amma stoppaði í nokkra daga. Kaupmannahöfn er alltaf ótrúlega skemmtileg. Freyr var reyndar ekki alltaf sammála því, hann gerðist hin mesta frekja í þessari ferð enda orðinn hundleiður á að hanga í vagninum eftir nokkra daga. Hann átti einnig ansi erfitt með að sofa innan um allt þetta fólk og fór það oft í skapið á honum. En þetta slapp allt saman og varð hin fínasta borgarferð. Við röltum um borgina, kíktum á það helsta eins og Den lille havfrue, Bakken, Nyhavn, Zoo, Strikið, Fields og så videre. Eftir Kaupmannahöfn skrapp Eygló í heimsókn til Óla í Århus en litla fjölskyldan tók bíl á leigu og brunaði til Slagelse þar sem móðurbróðir Hrannar og fjölskyldan hans býr. Þar stoppuðum við í hádegis og kvöldmat og röltum um bæinn. Freyr var guðslifandi feginn að komast loks ud på landet (einungis um 40 þús búa þarna) og steinsvaf í vagninum sínum. Við hittum nánast alla fjölskylduna hans Jensa móðurbróður sem var mjög skemmtilegt. Áfram var haldið til Odense þar sem við sóttum Jóhönnu, Valdimar og Helga Gnýr heim. Þar var tekið á móti okkur með gjöfum handa Frey. Við höfðum það ótrúlega gott í Odense enda þau fjölskyldan höfðingjar heim að sækja. Skruppum í Legoland og Kerteminde ásamt því að rölta um Odense. Jóhanna og Valdimar sáu afskaplega vel um okkur, útbjuggu madpakke fyrir ferðalög og elduðu dýrindismáltíðir. Umhverfið í kringum þau er æðislegt þótt að þau séu óheppin með drykkjunágranna og þjófa...
Það var nú ósköp gott að koma heim. Freyr er aftur orðinn rólegri og hægt er að leggja hann frá sér á ný án þess að hann fari að vola. Hann fékk graut um leið og heim var komið enda meira en tilbúinn. Freyr lærði einnig nánast að sitja í ferðinni, situr nú eins og fínn maður með smá stuðning því að stundum kastar hann sér aftur á bak eða til hliðanna ef því er að skipta.
Þá er bara að njóta það sem eftir er sumars og vonast eftir að góða veðrið heimsæki okkur aftur.
Það var nú ósköp gott að koma heim. Freyr er aftur orðinn rólegri og hægt er að leggja hann frá sér á ný án þess að hann fari að vola. Hann fékk graut um leið og heim var komið enda meira en tilbúinn. Freyr lærði einnig nánast að sitja í ferðinni, situr nú eins og fínn maður með smá stuðning því að stundum kastar hann sér aftur á bak eða til hliðanna ef því er að skipta.
Þá er bara að njóta það sem eftir er sumars og vonast eftir að góða veðrið heimsæki okkur aftur.
13. júlí 2007
28. júní 2007
26. júní 2007
Ökufært í bílskúrinn, Akureyrarferð, Danmerkurferð og fleira
Nú í dag varð loks ökufært að bílskúrnum, ekki er reyndar ennþá fært inn í hann út af drasli en nú er ekki lengur stór hola framan við dyrnar. Í vor var steyptur stoðveggur við hornið á húsinu og nú var verið að fylla að honum og jafna bílastæðið út. Þetta verður hinn mesti munur, a.m.k. er gott að fá meira pláss á bílastæðinu.
Á sunnudaginn fórum við fjölskyldan ásamt Grími og Sýbillu norður á Akureyri í útilegu, komum aftur á mánudagskvöld. Þetta var fyrsta útilegan hans Freys og stóð hann sig bara vel enda var veðrið með endæmum gott og viðlegubúnaðurinn ekki af verri endanum. Opinber ástæða ferðarinnar var að sækja Birki og Kára voru að koma í heimsókn hjá afa sínum og ömmu. Húsið hjá þeim (afanum og ömmunni) er reyndar ekki mjög gestvænt sem stendur þar sem verið er að skipta um eldhúsinnréttingu, baðinnréttingu, baðkar, neysluvatnslagnir og ábyggilega eitthvað fleira. Strákarnir ásamt ömmunni búa því hjá okkur núna en afinn fær að dúsa á byggingarsvæðinu þangað til hann verður búinn að klára þetta ;-)
Á föstudaginn leggjum við svo haf undir væng og bregðum okkur til Danmerkur í fjölskylduferð. Fyrir fjölskyldu sem býr dreifð um landið er hentugast að hittast í Kaupmannahöfn. Eygló kemur frá Reykjavík og Steina kemur frá Vopnafirði - fljúgandi frá Akureyri. Við fljúgum út frá Egilsstöðum.
Við verðum í viku í Kaupmannahöfn en förum svo og heimsækjum frú Jóhönnu og fjölsk. í Odense. Það verður áhugavert að sjá hvernig Freyr tekur tímamismuninum því að hann virðist hafa mjög gangvissa líkamsklukku og sofnar alltaf klukkan 9 á kvöldin. Það er verðugt rannsóknarefni hvort hægt er að stilla þessa klukku á annað tímabelti, en það munar nú ekki nema 2 tímum en það er nú full snemmt að fara í háttinn klukkan 7 og vakna klukkan 6 á morgnana - okkur þætti það ekkert verra þó mismunurinn væri á hinn veginn en þetta kemur allt í ljós - Freyr væri vís til að koma okkur enn og aftur á óvart og aðlaga sig fljótt að nýjum aðstæðum.
- Uppfærsla: þetta virðist hafa snúist í hausnum á mér, klukkan er víst á undan í Danmörku þannig að ef Freyr heldur áfram að sofna kl 21 að íslenskum tíma og vakna kl 8 þá er það víst kl 23 og 10 í Danaveldi - sem er nú bara mjög þægilegur tími þegar maður er í fríi, en það verður samt spennandi að fylgjast með því hvort líkamsklukka Freys aðlagar sig að öðru tímabelti.
Í síðustu viku sáðum við grasfræi í garðinn okkar og bíðum við nú spennt eftir því að eitthvað fari að spretta upp af þeim, það er nú lítið farið að gerast ennþá en það ætti nú eitthvað að vera farið að gerast þegar við komum aftur að utan. Dúfurnar hafa ekki ennþá uppgötvað þetta hnossgæti sem við berum á borð fyrir þær og vonum við að þær missi alveg af þessu, það er víst eitt af helstu vandamálunum við sáningu að halda fuglunum í burtu.
Eitthvað af myndum ætti að koma inn á næstu dögum - a.m.k áður en við förum út, það er víst best að tæma myndavélina áður. En þangað til - veriði sæl.
Á sunnudaginn fórum við fjölskyldan ásamt Grími og Sýbillu norður á Akureyri í útilegu, komum aftur á mánudagskvöld. Þetta var fyrsta útilegan hans Freys og stóð hann sig bara vel enda var veðrið með endæmum gott og viðlegubúnaðurinn ekki af verri endanum. Opinber ástæða ferðarinnar var að sækja Birki og Kára voru að koma í heimsókn hjá afa sínum og ömmu. Húsið hjá þeim (afanum og ömmunni) er reyndar ekki mjög gestvænt sem stendur þar sem verið er að skipta um eldhúsinnréttingu, baðinnréttingu, baðkar, neysluvatnslagnir og ábyggilega eitthvað fleira. Strákarnir ásamt ömmunni búa því hjá okkur núna en afinn fær að dúsa á byggingarsvæðinu þangað til hann verður búinn að klára þetta ;-)
Á föstudaginn leggjum við svo haf undir væng og bregðum okkur til Danmerkur í fjölskylduferð. Fyrir fjölskyldu sem býr dreifð um landið er hentugast að hittast í Kaupmannahöfn. Eygló kemur frá Reykjavík og Steina kemur frá Vopnafirði - fljúgandi frá Akureyri. Við fljúgum út frá Egilsstöðum.
Við verðum í viku í Kaupmannahöfn en förum svo og heimsækjum frú Jóhönnu og fjölsk. í Odense. Það verður áhugavert að sjá hvernig Freyr tekur tímamismuninum því að hann virðist hafa mjög gangvissa líkamsklukku og sofnar alltaf klukkan 9 á kvöldin. Það er verðugt rannsóknarefni hvort hægt er að stilla þessa klukku á annað tímabelti, en það munar nú ekki nema 2 tímum en það er nú full snemmt að fara í háttinn klukkan 7 og vakna klukkan 6 á morgnana - okkur þætti það ekkert verra þó mismunurinn væri á hinn veginn en þetta kemur allt í ljós - Freyr væri vís til að koma okkur enn og aftur á óvart og aðlaga sig fljótt að nýjum aðstæðum.
- Uppfærsla: þetta virðist hafa snúist í hausnum á mér, klukkan er víst á undan í Danmörku þannig að ef Freyr heldur áfram að sofna kl 21 að íslenskum tíma og vakna kl 8 þá er það víst kl 23 og 10 í Danaveldi - sem er nú bara mjög þægilegur tími þegar maður er í fríi, en það verður samt spennandi að fylgjast með því hvort líkamsklukka Freys aðlagar sig að öðru tímabelti.
Í síðustu viku sáðum við grasfræi í garðinn okkar og bíðum við nú spennt eftir því að eitthvað fari að spretta upp af þeim, það er nú lítið farið að gerast ennþá en það ætti nú eitthvað að vera farið að gerast þegar við komum aftur að utan. Dúfurnar hafa ekki ennþá uppgötvað þetta hnossgæti sem við berum á borð fyrir þær og vonum við að þær missi alveg af þessu, það er víst eitt af helstu vandamálunum við sáningu að halda fuglunum í burtu.
Eitthvað af myndum ætti að koma inn á næstu dögum - a.m.k áður en við förum út, það er víst best að tæma myndavélina áður. En þangað til - veriði sæl.
19. júní 2007
Næsta þroskastig
Fannst mikilvægt að láta ykkur vita að nú kann Freyr að velta sér frá bakinu yfir á magann. Þetta gerir hann orðið bara oft til þess að sækja sér dót sem er fyrir ofann hann. Hann velti sér fyrst óvart frá maganum yfir á bakið þann 1. maí og rúllaði nokkrum sinnum yfir næstu daga, síðan þá hefur hann ekki gert það hins vegar og kenni ég um betra jafnvægi. Markmiðinu er sem sagt náð að hann kunni að velta sér fyrir 5 mánaðaaldurinn ;-)
18. júní 2007
Vöðlavíkurferð og fleira
Jæja, það er best að standa við stóru orð Hrannar um að ég bloggi bráðlega.
Ýmislegt hefur drifið á daga okkar undanfarið, við höfum verið að slétta og grjóthreinsa garðinn og stefnum við að því að sá í flötina á næstu dögum. Veðrið hefur leikið við okkur og hvern sinn fingur undanfarið og hefur ástandið jafnvel orðið þannig að of heitt hefur verið til að vinna í garðinum - þá er nú gott að svalirnar eru komnar upp því þar er gott að sleikja sólina - og ís ;-)
Í gær var svo haldið upp á fjölskyldudag Gerpis um allt land - við fórum í Vöðlavík/Vaðlavík og grilluðum á Ímastöðum. Freyr prófaði fína bakpokann sinn og var bara nokkuð rogginn þar - þrátt fyrir að vera ekki farinn að sitja sjálfur eins og gerð er krafa um í leiðbeiningunum.

Ýmislegt hefur drifið á daga okkar undanfarið, við höfum verið að slétta og grjóthreinsa garðinn og stefnum við að því að sá í flötina á næstu dögum. Veðrið hefur leikið við okkur og hvern sinn fingur undanfarið og hefur ástandið jafnvel orðið þannig að of heitt hefur verið til að vinna í garðinum - þá er nú gott að svalirnar eru komnar upp því þar er gott að sleikja sólina - og ís ;-)
Í gær var svo haldið upp á fjölskyldudag Gerpis um allt land - við fórum í Vöðlavík/Vaðlavík og grilluðum á Ímastöðum. Freyr prófaði fína bakpokann sinn og var bara nokkuð rogginn þar - þrátt fyrir að vera ekki farinn að sitja sjálfur eins og gerð er krafa um í leiðbeiningunum.
Þrátt fyrir stór orð þá held ég að ég hafi þetta ekkert lengra í bili, en eitthvað af nýjum myndum eru komnar í 4-5 mánaða albúmið.
10. júní 2007
5. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)